Aðalskipulag Þingeyjarsveitar

Kynning tillögu á vinnslustigi

Undanfarin misseri hefur verið unnið að mótun tillögu að aðalskipulagi fyrir Þingeyjarsveit, sem byggir á aðalskipulagi sveitarfélaganna tveggja sem sameinuðust vorið 2022. Tillagan er vel á veg komin og var kynnt á vinnslustigi  í janúar 2024 í samræmi við ákvæði 30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010.

Við kynninguna bárust margar gagnlegar ábendingar sem hafðar verða til hliðsjónar við fullvinnslu tillögunnar. Allar umsagnir má sjá í skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/881

Tillögugögn

Aðalskipulagstillagan sem kynnt var í janúar er sett fram í eftirfarandi gögnum:

Sjá hér möppu með öllum ofangreindum gögnum.

Um aðalskipulag

Í aðalskipulagi er sett fram heildarmynd af landnotkun í sveitarfélaginu öllu og stefna sem þar kemur fram varðar því hagsmuni allra íbúa, landeigenda og fyrirtækja sem þar eru. Aðalskipulag er mikilvægt stjórntæki fyrir þróun samfélagsins og aðkoma íbúa og annarra hagsmunaaðila stuðlar að því að niðurstaða sé fengin á lýðræðislegan og gagnsæjan hátt. Eftir að aðalskipulag hefur verið staðfest verða allar framkvæmdir að vera í samræmi við þá stefnu sem þar kemur fram.

Um framsetningu aðalskipulags gilda ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. 

Hér eru spurningar og svör um aðalskipulag.

Þitt álit skiptir máli

Sem íbúi sveitarfélagsins eða annars konar hagsmunaaðili, er mikilvægt að þú kynnir þér efnisatriði tillögunnar og kannir hvernig hún snertir þína hagsmuni og samfélagsins alls. 

Ábendingar sem bárust við kynningu á tillögunni á vinnslustigi verða hafðar til hliðsjónar við fullvinnslu tillögunnar. Hún verður síðan auglýst formlega og gefinn a.m.k. 6 vikna frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum. Sveitarstjórn tekur síðan afstöðu til athugasemdanna áður en lokahönd er lögð á tillöguna og hún verður staðfest sem nýtt aðalskipulag.


Lög og reglur

Skipulagslög, sjá einkum 1. gr. (markmið) og  greinar 28-36 (um aðalskipulag).

Skipulagsreglugerð, greinar 4.1 til 4.9

Lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.  Lögin kveða m.a. á um efnistök í umhverfisskýrslu sem fylgja þarf aðalskipulaginu. Sjá einkum 14. gr.

Lög um náttúruvernd.  sjá t.d. 32. gr. um vegaskrá, VI. kafla um náttúruminjaskrá, VII. kafla um friðlýsingar, 61. gr. um sérstaka vernd, og XII. kafla um skipulagsgerð, framkvæmdir o.fl.

Lög um verndun Mývatns og Laxár.

Lög um menningarminjar. Sjá einkum 16. gr.

Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Varðar einkum stefnu um gistingu í þéttbýli.

Sjá fleira sem varðar regluverk á vef Skipulagsstofnunar.

Ýmsar leiðbeiningar er að finna á vef Skipulagsstofnunar.